Már gefur út ólympíulag

Már Gunnarsson.
Már Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tón­list­armaður­inn og sund­kapp­inn Már Gunn­ars­son hef­ur gefið út nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band þar sem hann sam­tvinn­ar tvær ástríður sín­ar, tónlist og íþrótt­ir, í ólymp­íu­lagi.

Lagið ber heitið Spi­rit in Moti­on – a messa­ge com­ing from the heart of a Para­lymp­i­an og má hlýða á það og sjá mynd­bandið hér:

Már er á leið á sína aðra Para­lympics-leika í lok mánaðar­ins þar sem hann mun keppa í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra.

„Þetta lag er um alla þá fal­legu hluti sem sam­eina okk­ur á Ólymp­íu­leik­un­um/​Para­lympics, en einnig um all­an sárs­auk­ann og þann mikla tíma og orku sem maður eyðir til þess að kom­ast á hæsta stall í af­reksíþrótt­um,“ skrifaði Már meðal ann­ars um lagið á aðdá­endasíðu sinni á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert