Ísland - Danmörk í undanúrslitum

Margrét Jóhannsdóttir og Kristófer Darri Finnsson keppa í undanúrslitum í …
Margrét Jóhannsdóttir og Kristófer Darri Finnsson keppa í undanúrslitum í tvenndarleik í dag. BSÍ/Hrund Guðmundsdóttir

Undanúrslit á Iceland International, badmintonmóti WOW Reykjavik International Games, hefjast klukkan 17:00 í TBR húsunum í dag. Ísland á eitt par í undanúrslitum í tvenndarleik en það eru þau Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir.

Kristófer og Margrét mæta dönsku pari í undanúrslitunum, Kristoffer Knudsen og Isabellu Nielsen. Danska parið var fyrirfram talið það sterkasta á mótinu þar sem þau eru hæst allra para í mótinu á heimslistanum. Knudsen og Nielsen kepptu á sænska opna um síðustu helgi og urðu í 2.sæti og unnu pólska opna í haust. 

Það verður spennandi að sjá hvernig Kristófer og Margréti gengur gegn þessu sterka danska pari. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er badmintonáhugafólk hvatt til að fjölmenna svo íslenska parið fái góðan stuðning. 

Sýnt verður beint frá leiknum á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert