Sandra og Ingimar sigruðu í crossfit

Crossfit-keppni Reykjavíkurleikanna lauk í Laugardalshöll í kvöld. Keppnin var jafnframt Íslandsmót í crossfit og var keppt í fjölmörgum aldursflokkum.

Sigurvegarar í opnum flokki voru þau Ingimar Jónsson og Sandra Hrönn Arnardóttir úr Crossfit XY. Þau voru bæði með forystu í keppninni að loknum þremur æfingum (WOD) og héldu henni allt til áttundu og síðustu æfingar.

Sigurvegarar í aldursflokkum voru eftirfarandi:

14-15 ára

Tindur Elíassen, Crossfit Reykjavík
Úlfhildur Unnarsdóttir, Crossfit Reykjavík

16-17 ára

Brynjar Ari Magnússon, Crossfit Reykjavík
Birta Líf Þórarinsdóttir, Crossfit Reykjavík

35-39 ára

Stefán Helgi Einarsson, Crossfit Reykjavík
Anna Hulda Ólafsdóttir, Crossfit Reykjavík

40-44 ára

Guðjón Ólafsson, Crossfit Reykjavík
Ingunn Ludviksdóttir, Crossfit Sport

45-49 ára

Evert Víglundsson, Crossfit Reykjavík
Árdís Grétarsdóttir, Crossfit Sport

50-54 ára

Róbert Rafnsson, Crossfit Reykjavík
Ingibjörg Jónsdóttir, Hlaðan - Vestmannaeyjar

55-60 ára

Finnbogi Þórarinsson, Crossfit Hafnarfjörður
Þórunn Guðmundsdóttir

Úrslit í einstökum æfingum (WOD) má finna rig2020.wodcast.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert