Aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hættir

Hannes Smárason er að láta af störfum sem aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til að einbeita sér að starfi stjórnarformanns Flugleiða, að því er segir í fréttatilkynningu frá ÍE. Hann mun áfram verða ráðgjafi hjá fyrirtækinu.

Þá segir í tilkynningunni að Hannes hafi hafið störf hjá Íslenskri erfðagreiningu skömmu eftir stofnun og hafi í sjö ár verið lykilmaður í vexti fyrirtækisins og þróun þess í fullburða líftækni-lyfjafyrirtæki.

„Starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar hefur sjaldan verið meira spennandi því við erum byrjuð að prófa lyf sem erfðafræðirannsóknir hafa skilað okkur. Á næstunni stefnum við að því að ráða til fyrirtækisins stjórnendur með reynslu og þekkingu á regluverki, leyfisveitingum og markaðssetningu úr lyfjaiðnaðinum til að fylgja eftir viðskiptaáætlunum fyrirtækisins,“ segir í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK