Bréf deCODE í 6,66 dollara

Gengi hlutabréfa deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, lækkuðu um 2,06% á Nasdaq-markaðinum í New York í dag. Nam lækkunin 14 sentum á hlut og kostaði hann 6,66 dollara við lok viðskipta.

Í gær var lokagengi bréfa deCODE 6,80 dollarar en lægst fór gengið í dag í 6,62 dollara. Viðskipti með bréfin voru einungis um helmingur þess sem verið hefur á dag fyrstu fjóra daga vikunnar, en 231 þúsund hlutir skiptu um hendur í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK