Bresk líknarsamtök að tapa meira en 22 milljörðum á íslensku bönkunum

Bresk líknarsamtök gætu verið að tapa allt að 120 milljónum punda (um 22,5 milljörðum kr.) á þroti íslensku bankanna, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum í dag.

Vitnað er í landssamtök sjálfboðasamtaka í Bretlandi (NCVO) um að þar sé vitað um sex samtök sem geti verið að tapa innlánum sínum á reikningum sem tengjast íslensku bönkunum.

Talsmaður NCVO hefur hvatt til að efnt verði til fundar með fjármálaráðherranum Alistair Darling sem fyrst til að vernda góð málefni bundin í reikningum inn bönkunum og áætlar að minnsta kosti 120 milljónir punda séu inn á þessum reikningum.

Þannig er sagt að líknardeild sjúkra barna á Naomi House í Sutton Scotney eigi 5,3 milljónir punda inn á reikningum Singer & Friedlander Kaupþings sem nú er í greiðslustöðvun og The Physiologival Soviety, geðverndarsamtök í London, eigi 523 þúsund pund hjá sama banka.

Sömuleiðis á Cats Protection, kattavinafélag í Bretlandi, um 11,2 milljónir punda á reikningi hjá bankanum, en talskona félagsins segir fréttir af óförum bankans ekki muni hafa nein áhrif á daglegan rekstur félagsins.

Líknarsamtök eru skilgrein sem smáfyrirtæki og sem slíkt njóta þau innlánsverndar fyrir fyrstu 50 þúsund pundin á innlánsreikningum samkvæmt reglum breska innlánstryggingakerfisins.

Besta stjórnvöld hafa heitið innlánseigendum úr hópi einstaklinga fullum bótum vegna innlánstapa hjá íslensku bönkunum en verið treg til að skuldbinda sig með sama hætti gagnvart líknarsamtökum og sveitarfélögum sem hafa átt háar fjárhæðir á þessum reikningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir