Ingibjörg Sólrún vill að stjórn Seðlabankans stigi til hliðar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að stjórn Seðlabanka beri að ...
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að stjórn Seðlabanka beri að víkja. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að stjórn Seðlabanka beri að stíga til hliðar til að veita forsætisráðherra svigrúm til endurskipuleggingar í þjóðfélaginu og að mikilvægt sé að lækka stýrivexti.

Í kvöldfréttum RÚV sagði Ingibjörg Sólrún að  tímabært væri að lækka stýrivextina. „Kerfið hjá okkur er botnfrosið, það eru engar lánveitingar í gangi og nú er ekki spurning um að slá á þenslu heldur að reyna að örva hjól atvinnulífsins og þá eru þessir stýrivextir allt of háir," sagði Ingibjörg Sólrún.

 „Það besta í stöðunni núna þegar við erum að endurskipuleggja allt okkar fjármálakerfi, væri að hafa Seðlabankann þar undir líka og þá fyndist mér af hálfu þeirra sem fara með forystu í Seðlabankanum skynsamlegast að þeir sköpuðu forsætisráðherra það svigrúm sem hann þarf til endurskipulagningar með því að stíga sjálfir til hliðar og veita honum þetta svigrúm," sagði Ingibjörg Sólrún.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir