Markaðssetur vefi í Evrópu

Fyrirtækið Hostelbookers (www.hostelbookers.com) hefur valið íslenska ráðgjafarfyrirtækið Nordic eMarketing til að markaðssetja vefi þeirra í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Hollandi og Póllandi. Nordic eMarketing hefur undanfarna mánuði unnið með fyrirtækinu á þessum mörkuðum og hafa forsvarsmenn Hostelbookers óskað eftir frekari samstarfi, að því er segir í tilkynningu.

„Nordic eMarketing náði frábærum árangri á leitarvélum á þeim mörkuðum sem þeir tóku að sér að bæta stöðu okkar á,“ Segir Gab La Gona, yfirmaður leitarvélamarkaðssetningar hjá HostelBookers.com í tilkynningunni. HostelBookers fengu „Best Youth Product“ verðlaunin á „the British Youth Travel Awards“ árið 2008.

Nordic eMarketing er alíslenskt ráðgjafafyrirtæki með höfuðstöðvar sínar á Íslandi, en starfsstöðvar í Bretlandi, Svíþjóð, Kína, Tékklandi og Bandaríkjunum. Hjá fyrirtækinu og samstarfsaðilum þess starfa um 45 manns.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir