Skuldabréf Grikklands í ruslflokk

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn gríska ríkisins í ruslflokk. Gríska fjármálaráðuneytið brást ókvæða við og sagði að þessi lækkun væri ekki í samræmi við raunverulegar hagstæðir í Grikklandi.

S&P lækkaði einkunn gríska ríkisins fyrir langtímaskuldbindingar í BB+ úr BBB+ og fyrir skammtímaskuldbindingar úr A-2 í B. Þetta þýðir, að skuldabréf gríska ríkisins eru ekki lengur í fjárfestingarflokki.  

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir