Ný stjórn SÍA

Ný stjórn SÍA
Ný stjórn SÍA

Í sumar tók við ný stjórn hjá SÍA, Samtökum íslenskra auglýsingastofa en í samtökunum eru allar stærstu auglýsingastofur landsins.

Meðal verkefna nýrrar stjórnar er að innleiða nýjar siðareglur auglýsenda, en þær gömlu voru gerðar árið 1985, halda utan um siðanefnd, vinna með stjórnvöldum að námsefni um auglýsingalæsi ásamt því að efla faglegan grunn auglýsingageirans, samkvæmt tilkynningu.

Eftirtaldir sitja í stjórn SÍA: Ragnar Gunnarsson framkv.stj. Fíton, formaður,  Valgeir Magnússon framkv.stj. Pipar/TBWA og Hjalti Jónsson framkv.stj. Íslensku auglýsingastofunnar.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir