Fall á mörkuðum

Reuters

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu mikið í dag. Er lækkunin rakin til ótta fjárfesta um nýja heimskreppu og að skuldavandi evru-ríkjanna eigi bara eftir að versna.

Í Madríd lækkaði IBEX-35 vísitalan um 4,70% en um tíma nam lækkunin 6,44%. Voru það einkum hlutabréf í bönkum sem lækkuðu. Meðal annars lækkaði Santander bankinn, sem er stærsti bankinn á evru-svæðinu um 4,08%. 

 FTSE 100 vísitalan lækkaði um 4,49% í Lundúnum. Í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 5,82% og í París lækkaði CAC vísitalan um 5,48%. Í Mílanó lækkaði FTSE Mib vísitalan um rúm 6%.
mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir