Hagvöxtur í öndvegi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sögðu eftir fund sem þau áttu í Berlín í dag, að hagvöxtur yrði settur í öndvegi í aðgerðum gegn skuldakreppunni á evrusvæðinu. 

Leiðtogarnir sögðu, að Evrópusambandið ætti að bera saman vinnumarkaðsreglur í mismunandi löndum og nýta það besta úr þeim. Þá hvöttu þau Merkel og Sarkozy til þess, að sjóðir Evrópusambandsins yrðu nýttir sem best til að skapa ný störf.

Bæði Merkel og Sarkozy sögðust vera tilbúin til að hraða greiðslum inn í svonefndan björgunarsjóð evruríkjanna til að auka traust á hagkerfi evrusvæðisins. Þau hvöttu til þess að reynt yrði hið fyrsta að ná niðurstöðum í viðræðum um nýjar fjárlagareglur ESB-ríkja. 

Merkel sagðist vera hlynnt því, að sérstakur skattur yrði lagður á fjármagnshreyfingar annaðhvort í Evrópusambandinu öllu eða á evrusvæðinu.

Merkel og Sarkozy í Berlín í dag.
Merkel og Sarkozy í Berlín í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir