Afskrifar 43 milljarða vegna Actavis

Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank.
Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank. Reuters

Þýski bankinn Deutsche Bank þarf að afskrifa 257 milljónir evra, 43 milljarða króna, vegna Actavis á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans sem birt var í morgun. Deutsche Bank afskrifaði 407 milljónir evra, 68 milljarða króna, vegna Actavis á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Með sölunni á Actavis til Watson hefur bankanum hins vegar tekist að endurheimta mestan hluta þess fjár sem Deutsche Bank lánaði félagi í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar þegar hann keypti Actavis með skuldsettri yfirtöku árið 2007.

Hagnaður Deutsche Bank, sem er stærsti banki Þýskalands, dróst saman um 33% á fyrsta ársfjórðungi og nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum evra. Helstu skýringar á samdrættinum eru erfiðar markaðsaðstæður og afskriftir. Er þetta mun verri afkoma en sérfræðingar höfðu spáð en að meðaltali hljóðaði spá þeirra upp á 1,64 milljarða evra hagnað.

Hagnaður fyrir skatta dróst saman um 38% og var 1,879 milljarðar evra.

Skuldauppgjör Björgólfs

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir