Spá 0,7% lækkun neysluverðsvísitölu í júlí

Gert er ráð fyrir að áhrif af sumarútsölum muni lækka …
Gert er ráð fyrir að áhrif af sumarútsölum muni lækka VNV um 0,7% í júlí. Eggert Jóhannesson

Vísitala neysluverðs mun lækka um 0,7% í júlí og verða 4,6% ef spá greiningardeildar Arion banka gengur eftir. Er talið að útsöluáhrif fata- og skóverslana muni skipta þar miklu, en aðrir liðir svo sem lækkun á eldsneyti og flugfargjöld hafa líka áhrif. Þó er gert ráð fyrir hækkun hjá veitingastöðum og á gistingu meðan húsnæðisverðið stendur í stað. Segir greiningardeildin að gert hefði verið ráð fyrir enn meiri lækkun ef ekki hefði komið til gjaldskrárhækkun á heitu vatni og 4% hækkun á mjólk.

Þrátt fyrir myndarlega lækkun í þessum mánuði gerir greiningardeildin ráð fyrir að hún gangi til baka með hækkunum á næstu mánuðum. „Bráðabirgðaspá fyrir næstu þrjá mánuði gefur þó lítið tilefni til bjartsýni þar sem umtalsverðar verðhækkanir verða að öllum líkindum í pípunum þegar komið er fram á haustið.“ Bráðabirgðaspá bankans fyrir næstu mánuði gerir ráð fyrir að það verði 0,3% hækkun í ágúst, 0,5% í september og 0,6% í október og að „ársverðbólgan muni vera á bilinu 4,4-4,7% fram á haustið“. Tekið er þó fram að þetta byggist á óbreyttu gengi krónunnar sem er nokkuð viðkvæm forsenda.



Spá greiningardeildar Arion banka um breytingu á vísitölu neysluverðs næstu …
Spá greiningardeildar Arion banka um breytingu á vísitölu neysluverðs næstu mánuði Arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK