Handbært fé neikvætt um 33,7 milljarða


Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs Íslands batnaði á milli ára og var neikvætt um 33,7 milljarða króna í lok ágúst samanborið við 54,4 milljarða króna eftir fyrstu átta mánuði síðasta árs.

Tekjur reyndust 40,8 milljörðum króna hærri en í fyrra á meðan að gjöldin jukust um 12,4 milljarða króna milli ára, samkvæmt frétt á vef fjármálaráðuneytisins.

„Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem talið var að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 61,8 ma.kr. Hluti af því fráviki skýrist með því að raundreifing gjalda og tekna hefur verið önnur en gert var ráð fyrir. Inni í heimildum er jafnframt búið að taka tillit til fjárheimildastöðu frá fyrra ári,“ segir á vef fjármálaráðuneytisins.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK