Sáttur með frestun byggingarreglugerðar

Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu
Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Heddi

Kristján L. Möller samgönguráðherra segist í samtali við mbl.is vera mjög ánægður með þá niðurstöðu sem kynnt var af umhverfis- og auðlindaráðherra fyrr í dag um að framlengja bráðabirgðaákvæði er kveður á um að byggingafulltrúum sé heimilt að gefa út byggingarleyfi á grundvelli krafna eldri byggingarreglugerðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Segir hann að samhliða framlengingunni verði stofnaður formlegur samráðsvettvangur málsaðila sem muni fara yfir málið fram á vor, en framlengingin gildir til 15. apríl 2013. Kristján segist vonast til að tíminn verði nýttur vel og að komist verði að sameiginlegri niðurstöðu sem allir aðilar geti sæst  á. Aðspurður hvort hann telji reglugerðina hafa gengið of langt eða haft of stuttan aðlögunartíma segir hann að bæði hafi verið gengið of langt og nefnir þar sérstaklega reglur um einangrunargildi húsnæðis, auk þess sem aðlögunartíminn hafi verið allt of stuttur. 

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við mbl.is að það séu góðar fréttir að málinu hafi verið frestað fram yfir áramót. Telur hann að um sé að ræða stærstu reglugerð sem sett hafi verið fram á Íslandi, en hún telur um 180 blaðsíður. „Þetta er skref í rétta átt, en stóra spurningin er hvort tíminn verði nýttur rétt á næstu mánuðum.“ Vonar hann að fleiri sjónarmið muni nú komast að, en reglugerðin hefur verið mikið gagnrýnd síðustu misserin. „Málið þarf miklu meiri tíma, en það er betra að búið sé að ýta þessu fram í tímann svo allar raddir um málið fái að koma fram,“ segir Orri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK