Felur ekki í sér vantraust á Má

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Eggert Jóhannesson

Sú ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra að auglýsa starf seðlabankastjóra laust til umsóknar er ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Má. Þetta segir Már sjálfur í bréfi sem hann sendi samstarfsfólki sínu í Seðlabankanum í dag, en hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi tjáð sér að það muni koma fram opinberlega. Í tilkynningu frá ráðuneytinu í morgun kom slíkt aftur á móti ekki fram.

Þá segir Már að á næstu vikum muni skýrast betur hvernig staðið verði að framhaldi málsins en að ekki standi til að ganga gegn sjálfstæði bankans né faglegri yfirstjórn. Már ítrekar í bréfinu að hann hafi lýst því yfir að hann sé tilbúinn að hefja nýtt tímabil sem seðlabankastjóri og að sú yfirlýsing standi áfram.

Hann setur aftur á móti þann varnagla við fyrri yfirlýsingu að ef gerðar verði lagabreytingar sem feli í sér að eðli starfsins breytist eða breytingar verði á umsóknarferlinu sjálfu muni hann leggja nýtt mat á málið. „Það verður því að bíða og sjá og ekki má gefa sér fyrirfram hvort slíkar breytingar eru til hins verra eða betra enda eru góð orð um að sérfræðiþekking Seðlabankans verði nýtt í því ferli sem framundan er,“ segir Már að endingu í bréfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK