Mt. Gox fann haug af „gleymdum“ bitcoin

PHILIPPE LOPEZ

Japanski bitcoin-miðlarinn Mt. Gox, sem fór fram á gjaldþrotaskipti í febrúar, kveðst nú hafa fundið 200.000 „gleymdar“ bitcoin-einingar í rafrænu „veski“ sem stjórnendur fyrirtækisins segjast hafa ranglega talið að væri tómt.

Það vakti mikla athygli í heimspressuni þegar Mt. Gox fór á hliðina, að því er virðist vegna meints þjófnaðar á bitcoin-einingum úr miðlunarkerfinu. Seint í febrúar var útlit fyrir að jafnvirði um 850.000 bitcoin hefði glatast, þá með markaðsvirði samtals í kringum 473 milljónir dala, um 53,5 milljarða króna.

Gleymdu bitcoin-einingarnar eiga að hafa komið í ljós 7. mars og af öryggisástæðum verið færðar í ónettengt bitcoin-veski dagana 14.-15. mars. Í tilkynningu frá Mt. Gox segir að fundurinn hafi verið tilkynntur skiptadómi.

Undarleg saga?

Reuters greinir frá að sumir kröfuhafar í þrotabú Mt. Gox, um 127.000 viðskiptavinir alls, hafi lýst efasemdum um frásögn Mt. Gox af fundinum. Hafa komið í ljós ýmis merki um meiriháttar annmarka á rekstri fyrirtækisins og kom t.d. fram í gjaldþrotabeiðni félagsins að jafnvirði 28 milljónir dala „vantaði“ á bankareikninga Bitcoin í Japan.

Í viðtali við Reuters viðrar bandarískur lögfræðingur sem fer fyrir hópmálsókn á hendur Mt. Gox þá skoðun að fullyrðingar Mt. Gox um „gleymt veski“ sneisafullt af bitcoin fái ekki staðist og passi ekki við þá greiðslusögu sem rekja má í gegnum bitcoin-fætsluskrána, svk. blockchain, sem skráir allar tilfærslur allra bitcoin-mynta í umferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK