Ættu að skammast sín fyrir arðgreiðslur

Jóhanna Sigurðardóttir telur nauðsynlegt að rannsaka samkeppnishætti banka og tryggingafélaga.
Jóhanna Sigurðardóttir telur nauðsynlegt að rannsaka samkeppnishætti banka og tryggingafélaga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra, gagnrýnir harðlega áform tryggingafélaga um háar arðgreiðslur á sama tíma og verið er að hækka iðgjöld vegna aukins tjónaþunga. Hún segir að félögin ættu að skammast sín.

Tryggingafélögin þrjú sem skráð eru á markað, þ.e. VÍS, Sjóvá og TM hafa gert tillögur um arðgreiðslur er nema samtals 9,6 milljörðum króna. Hagnaður félaganna þriggja nemur um 5,6 milljörðum króna. VÍS hyggst greiða hæsta arðinn, eða samtals fimm milljarða en arðgreiðslur Sjóvá nema 3,1 milljarði króna.

Líkt og mbl greindi frá í desember hefur VÍS verið að hækka ökutækjatryggingar um allt að tíu prósent. Að sögn upplýsingafulltrúa var þetta gert vegna þess tryggingarnar þurfa að standa undir sér. 

Frétt mbl.is: Hækka vegna slæmrar afkomu

Aukinn tjónaþungi hafði einnig áhrif á afkomu hinna tryggingafélaganna en forstjórar félaganna hafa vísað til þess að lægra bensínverð hafi leitt til meiri aksturs auk þess sem kaupmáttur heimilanna hafi vaxið. Það skili sér í fleiri tjónum.

Jóhanna gerir áform tryggingarfélaganna að umtalsefni á Facebook auk þess sem hún vísar til hárra þjónustugjalda og launagreiðslna hjá bönkunum. 

Segir þörf á rannsókn

„Bankarnir og tryggingafélögin misbjóða algjörlega fólki og ættu að skammast sín. Bankar blóðmjólka heimilin með okurvöxtum og þóknanagjöldum og greiða síðan himinháa bónusa og ofurkjör til stjórnenda af þessum ránsfeng og tugi milljarða í arð til hluthafa,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir.

„Tryggingafélög fylgja nú í kjölfarið og greiða háar arðgreiðslur til hluthafa á sama tíma og þau krefjast hærri iðgjalda eins og af skyldutryggingu sem fólk hefur ekkert val um hvort það greiðir,“ segir Jóhanna.

„Gera þarf tafarlausa úttekt á samkeppnisháttum banka og tryggingafélaga og hvort einhverskonar dulbúið samráð sé á milli aðila í þessum greinum og skoða hvort hægt sé að setja hömlur á óþolandi okur þeirra á almenningi.“

VÍS hyggst greiða hæsta arðinn, eða samtals fimm milljarða króna.
VÍS hyggst greiða hæsta arðinn, eða samtals fimm milljarða króna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK