Landsbankinn undirbýr málsókn

mbl.is/Eggert

Landsbankinn hefur falið lögmönnum að undirbúa málsókn vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014 til þess að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fór á mis við í viðskiptunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Bankasýslan, sem heldur utan um eignarhlut ríkisins í Landsbankanum, hvatti bankann fyrr í vikunni til þess að leita réttar síns telji hann að á sér hafi verið brotið.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur áður sagst ætla að bíða niður­stöðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins varðandi Borg­un­ar­söl­una áður en bank­inn myndi fara þessa leið.

„Þeir eru með málið til skoðunar og kölluðu eft­ir fullt af upp­lýs­ing­um frá okk­ur. Ég geri ráð fyr­ir að þeir séu að skoða þetta líka hjá Borg­un. Staðan í dag er þannig að við erum bara að hinkra til að sjá hvað kem­ur út úr því,“ sagði Steinþór aðspurður um stöðu máls­ins í lok síðasta mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK