Paradís veiðimannsins fyrir austan

Rafmagnsverkfræðingurinn Einar Andresson er mikill áhugamaður um veiði. Hann býr á Egilsstöðum og er því vel staðsettur til að sinna áhugamálinu þar sem stutt er í stangveiði, skotveiði af ýmsu tagi og ekki síst á hreindýraveiðar. „Austurland er náttúrulega algjör paradís fyrir þá sem hafa gaman af því að veiða,“ segir Einar um áhugamálið, en hann er svæðisstjóri Eflu á Austurlandi.

Einar hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is

Helstu verkefni stofunnar eru tengd rafmagnshönnun, orku og stýringarmálum en hann segir það hafa verið hálfgerða tilviljun að hann fór í rafmagnsverkfræðina og að miklu leyti sé konan hans ábyrg fyrir því.

Starfsmenn Eflu á Austurlandi eru um 20 talsins, en fyrirtækið er með starfsstöðvar á Reyðarfirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Stærstu viðskiptavinirnir eru sveitarfélögin á svæðinu, sjávarútvegsfyrirtæki og Alcoa Fjarðaál, sem er stærsti vinnustaðurinn á Austurlandi.

„Þetta svæði er því mjög spennandi fyrir verkfræðinga af öllum gerðum,“ segir Einar. Þó sé langt því frá sjálfgefið að hægt sé að reka verkfræðistofu á Austfjörðum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK