Brotalamir á söluferlinu á Klakka

Ein helsta eign Klakka er fjármálafyrirtækið Lýsing.
Ein helsta eign Klakka er fjármálafyrirtækið Lýsing. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilboðsferli við sölu Lindarhvols á 17,7% eignarhlut í Klakki var ógagnsætt. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að samkvæmt skilmálum sem lágu fyrir er hluturinn var seldur hafi bjóðendum borið að senda boð sín á tiltekið netfang. Fyrirmælin báru ekki með sér að gerðar væru ráðstafanir til þess að tilboðin væru óopnuð þar til tilboðsfrestur væri út runninn.

Niðurstaða Lindarhvols var að selja Burlington Loan Management hlutinn, en sá aðili á nú samtals 75% í Klakka. Ein helsta eign Klakka er fjármálafyrirtækið Lýsing.

Athygli vekur að lén Lindarhvols, lindarholleignir.is, þangað sem senda átti tilboðin er skráð á lögfræðistofu Steinars Þórs Guðgeirssonar sem var stjórnarmaður í Klakka þegar hluturinn var seldur. 

Ekki hafa fengist svör frá Steinari Þór þrátt fyrir eftirgangsmuni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK