Garðsapótek með fyrstu vefverslunina með lyf

Haukur Ingason er lyfsali í Garðsapóteki við Sogaveginn.
Haukur Ingason er lyfsali í Garðsapóteki við Sogaveginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Garðsapótek í Reykjavík hefur opnað vefsíðu þar sem hægt er að panta lyf, skoða lyfseðla og greiðsluþrepastöðu hjá Sjúkratryggingum.

Apótekið býður jafnframt upp á að senda notendum lyf heim. Þetta er fyrsta vefverslunin með lyf hér á landi, segir Haukur Ingason, lyfsali í Garðsapóteki.

Haukur segir í Morgunblaðinu í dag, að margir hringi í apótekið og önnur apótek á landinu til að fá upplýsingar um stöðu fjölnota lyfseðla í lyfseðlagátt og hvað greiða þurfi fyrir lyfseðilsskyld lyf miðað við greiðslustöðu viðkomandi á lyfjagreiðslutímabili. Á vefsíðunni, sem nefnd er appotek.is, er hægt að nálgast þessar upplýsingar gegnum gáttir embætta landlæknis og Sjúkratrygginga en til þess þarf að hafa rafræn skilríki.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir