Costco eins og hver annar birgir

Úr vöruhúsi Costco í Kauptúni sem verður opnað á þriðjudaginn.
Úr vöruhúsi Costco í Kauptúni sem verður opnað á þriðjudaginn. mbl.is/Hanna

Costco er bara eins og hver annar íslenskur aðili sem hefur til þess leyfi að flytja inn áfengi og er því flokkaður sem birgir rétt eins og Vífilfell og Ölgerðin til dæmis. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Costco, sem opnar í Kauptúni í næstu viku, muni selja áfengi í heildsölu til fyrirtækja.

Sérstakt áfengisheildsöluleyfi þarf til innflutnings á áfengi til heildsölu samkvæmt vef ÁTVR og er leyfið gefið út af sýslumenni í hverju umdæmi. Áfengisheildsöluleyfið veitir rétt til þess að selja vöruna áfram til endurseljenda en það eru aðeins handhafar vínveitingaleyfa og ÁTVR sem hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi.

Samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs kostar áfengisheildsöluleyfi 50.000 og svo er greitt árlegt eftirlitsgjald upp á 8.300 krónur. 

Í samtali við Morgunblaðið í dag sagði Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­inn­ar hér á landi, að í versluninni verði að finna heild­sölu­versl­un með áfengi. Að sögn Vigelskas var nýlega gengið frá leyfi til slíkrar sölu og að áfengið verði aðeins selt þeim sem eru með fyrirtækjaaðildarkort í versluninni og hafa leyfi til að selja áfengi í smásölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK