Neytendastofa varar við blöðruböndum

Vinsælt er að fá sér gasblöðru á 17. júní. Mynd …
Vinsælt er að fá sér gasblöðru á 17. júní. Mynd úr safni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bönd sem sett eru á blöðrur geta skapað hættu fyrir ung börn, sér í lagi ef þau eru ekki undir stöðugu eftirliti fullorðinna. Neytendastofa greinir frá þessu en lengi vel hefur verið hefð fyrir blöðrusölu á hátíðarhöldum á 17. júní sem er á morgun.

Þá vill Neytendastofa benda á að blöðrur, líkt og önnur leikföng, sem markaðssettar eru á Íslandi, eiga að vera CE-merktar og uppfylla ákvæði staðla og reglna sem um þær gilda.

„Forráðamönnum barna er bent á að blöðrur ætti alls ekki binda við vöggu, rúm eða handleggi barna eða þar sem börn eru án stöðugs eftirlits,“ segir á vef Neytendastofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK