Ólafur ráðinn til starfa hjá SFÚ

Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, er nú kominn í starf ...
Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, er nú kominn í starf hjá Samtökum fiskframleiðenda og útflutningsfyrirtækja (SFÚ). mbl.is/Golli

Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, hefur hafið störf hjá Samtökum fiskframleiðenda og útflutningsfyrirtækja (SFÚ). Ólafur sagði af sér formennsku Neytendasamtakanna 10. júlí eftir harðar deilur innan samtakanna þar sem stjórnin lýsti meðal annars vantrausti á Ólaf. Sagt er frá ráðningu Ólafs í Fréttablaðinu í morgun og er hann þar titlaður ráðgjafi stjórnar SFÚ.

Ólafur er skráður fyrir færslum á vef SFÚ, en hann hafði áður skrifað fyrir samtökin frá apríl 2015 til október 2016. Fyrsta færslan eftir að hann hætti hjá Neytendasamtökunum var birt á heimasíðu SFÚ þann 18. júlí, rúmlega viku eftir að hann sagði skilið við Neytendasamtökin.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir