Verður ekki seldur á útsölu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segist vita að margir flokksmenn Framsóknarflokksins eru verulega hugsi yfir málefnum Arion banka.

„Við ykkur vil ég segja að hagsmunir ríkissjóðs Íslands verða tryggðir, þar sem öflugar girðingar eru í stöðugleikasamningunum sem við komum að. Forkaupsrétturinn tryggir það að Arion banki verður ekki seldur á útsölu, þar sem ríkissjóður á rétt á því að fara inn í kaupin ef verðið fer undir 0,8 á bókina. Við stöndum vörð um þessa hagsmuni.

Það er nefnilega þannig að undir forystu Framsóknarflokksins á árunum 2013-2016 náðist mjög farsæl lausn á málefnum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta. Gerð voru stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaskattur og stöðugleikasamningar. Þessi vinna sem var leidd af trúnaðarmönnum Framsóknarflokksins skilaði hundruðum milljarða í Ríkissjóð og hefur einmitt leitt til þess að staða ríkissjóðs hefur styrkst verulega, sem veldur því að skuldir hafa lækkað, vaxtakostnaður minnkað og því skapast meira svigrúm til að styðja við innviðauppbyggingu, menntakerfið og heilbrigðiskerfið.

Ég ítreka forkaupsréttur ríkissjóðs er skýr og tryggir hagsmuni okkar. Það er mín skoðun að farsælast er fyrir íslenskt hagkerfi að breytingar eigi sér stað á eignarhaldi á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum. Það ferli verður allt að vera í opinu og gegnsæu ferli og mest um vert er að eigendurnir séu traustir og eignarhaldið sér gagnsætt. Við verðum að vinna að þessu til þess að auka traust og trúverðugleika,“ segir Lilja í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins.

Ráðherrar Framsóknarflokksins, Ásmundir Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Ráðherrar Framsóknarflokksins, Ásmundir Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Hari

Hún fjallaði um Hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem unnið er að og ljóst sé að víðtækt samráð er nauðsynlegt og breytinga er þörf á fjármálakerfinu.

„Núverandi eignarhald er ósjálfbært til lengri tíma litið. Endurreisn efnahagskerfisins hefur gengið vel en við eigum ýmislegt óunnið er varðar fjármálakerfið. Mér finnst mikilvægt að efla lykilstofnanir og lít til þess að sameina hætti Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið í þeim tilgangi að efla fjármálakerfið og nýta mannauðinn ennfrekar,“ segir Lilja.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK