Veruleg fækkun leyfa fyrir heimagistingu

Alls eru 726 með leyfi fyrir skammtímaleigu á húsnæði á Íslandi en um síðustu áramót voru leyfin tæplega 1.100 talsins. 

Í byrjun síðasta árs gengu í gildi nýjar reglur um skammtímaleigu á húsnæði og samkvæmt þeim verða allir þeir sem stunda þess háttar starfsemi að vera með sérstakt leyfi. Þetta má sjá á vefsíðunni Heimagisting.is en þar er að finna lista yfir alla skráða heimagistingu í landinu og hefur hann styst þó nokkuð frá því í byrjun árs, að því er segir í frétt Túrista.

„Hvort framboð á heimagistingu hafi dregist saman í takt við fækkandi leyfi er þó ekki hægt að sannreyna eins og staðan er núna. Til að mynda vilja forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Airbnb, sem er umsvifamest í útleigu á íbúðahúsnæði til ferðamanna hér á landi, ekki viljað veita upplýsingar um reksturinn sinn á Íslandi. En samkvæmt þeim tölum sem finna mátti á mælaborði ferðþjónustunnar hafði Airbnb um 4.500 íslenska gistikosti á sinum snærum í fyrra,“ segir í frétt Túrista.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir