Oddi fær aukið samkeppnissvigrúm

mbl.is/Hjörtur

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni prentsmiðjunnar Odda um að fella niður þau skilyrði sem sett voru samruna fyrirtækisins og Plastprents árið 2012.

Oddi prentun og umbúðir ehf., áður Kvos ehf., keypti Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Samkeppniseftirlitið setti samrunanum skilyrði til tryggja að hin sameinuðu félög myndu ekki mismuna viðskiptavinum sínum á umbúðamarkaði í verði eða með öðrum viðskiptakjörum án þess að málefnaleg sjónarmið byggju að baki.

Var samrunaaðilum gert óheimilt að synja samkeppnisaðilum sínum á umbúðamarkaði um viðskipti nema á grundvelli ríkra og málefnalegra ástæðna. Að auki var skilyrðunum ætlað að koma í veg fyrir hættu á samtvinnun vara og koma í veg fyrir að hin sameinuðu félög verðlegðu söluvörur sínar þannig að um víxlniðurgreiðslur á verði á vörum væri að ræða.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Oddi hafi farið fram á niðurfellingu skilyrðanna í nóvember 2016. Sagði félagið að staða þess hefði breyst og markaðshlutdeild þess lækkað. Í því samhengi vísaði félagið til þess að markaðshlutdeild þess á heildarmarkaði fyrir sölu umbúða hefði lækkað niður í 25-30%.

Þá tilkynnti Oddi í lok janúar 2018 að félagið hefði sagt upp 86 starfsmönnum vegna breytinga sem fólu í sér að fyrirtækið lagði niður innlenda framleiðslu á plast- og bylgju­um­búðum. Í ljósi þeirra breytinga sem nú hafa orðið á rekstri Odda hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að fella niður þau skilyrði sem sett voru samrunanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK