Crossfit gefur vel

Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Katrín Tanja Davíðsdóttir afrekskona í Crossfit er tekjuhæsti íþróttamaður landsins ef marka má tekjublað DV fyrir árið 2017. Tekjur hennar námu 4 milljónum króna á mánuði. Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður er í öðru sæti listans með 2,6 milljónir króna.

Gunnar Nelson bardagakappi er í því þriðja með 1,6 milljónir á mánuði. Guðni Bergsson formaður KSÍ og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari eru með svipaðar tekjur á mánuði eða um 1,2 milljónir króna. 

Arnór Guðjónsen, umboðsmaður og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, rekur hins vegar lestina með 33 þúsund á mánuði í tekjur.

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn er Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, með 5,9 milljónir króna á mánuði og Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Árvakurs, er með 4,5 milljónir króna á mánuði í tekjur. 

Björn Ingi Hrafnsson, fjárfestir, er í þriðja sæti listans yfir tekjuhæstu fjölmiðlamennina með 2,6 milljónir á mánuði og Óskar Magnússon, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi Árvakurs, er með 1,9 milljónir  króna í tekjur á mánuði.

Brynja Þorgeirsdóttir sjónvarpskona er neðst á lista fjölmiðlafólks með 21 þúsund á mánuði en Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, er með 59 þúsund krónur og Freyr Eyjólfsson, útvarps- og tónlistarmaður er með 61 þúsund á mánuði.

Sá fyrirvari er á þessum tölum að tekjukannanir sem þessar byggjast á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám ríkisskattstjóra. Í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur eða þá að útsvarsskyldar tekjur einstaklinga endurspegli ekki föst laun viðkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK