Fordæmi í minnihlutavernd

Sig­mar í héraðsdómi ásamt Daða Bjarna­syni, lög­manni sín­um.
Sig­mar í héraðsdómi ásamt Daða Bjarna­syni, lög­manni sín­um. mbl.is/Arnþór Birkisson

Að mati lögfróðra manna sem Morgunblaðið leitaði til vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júní, þar sem ákvörðun hluthafafundar Stemmu hf. þann 9. maí 2016 að selja lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli til Fox ehf. var ógilt, felur niðurstaða héraðsdóms í sér áhugaverða nálgun á málshöfðunarrétt stjórnarmanna hlutafélaga samkvæmt 96. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.

Segja viðmælendur Morgunblaðsins að telja verði að ef niðurstaða héraðsdóms standi, að undangenginni áfrýjun til Landsréttar, sé komið fordæmi sem styrki frekar minnihlutavernd í félagarétti.

Var vikið úr stjórninni

Með dómnum var farið að kröfu fyrirtækisins Sjarms og Garms ehf. og Sigmars Vilhjálmssonar, sem oftast er kenndur við Hamborgarafabrikkuna, en Sigmar og Sjarmur og Garmur stefndu Stemmu vegna deilna þeirra Sigmars og Skúla Gunnarssonar í Subway um ferðaþjónustuverkefni á Hvolsvelli. Sigmar var ósáttur við að áhugi Íslandshótela á lóðunum skyldi vera hunsaður. Íslandshótel skiluðu 50 milljóna króna skuldbindandi tilboði í lóðirnar, sem meirihluti félagsins virti ekki viðlits, að sögn Sigmars. Þessi í stað var helmingi lægra tilboði Fox ehf. tekið, en það er í eigu besta vinar Skúla, eins og fram kom í héraðsdómi. Greiddi Sigmar atkvæði gegn þeim viðskiptum á stjórnarfundi Stemmu fyrir hönd Sjarms og Garms, en Skúli greiddi atkvæði með sölunni í krafti meirihluta. Eftir fundinn var Sigmar rekinn úr stjórninni.

Sigmar segir í samtali við Morgunblaðið að kjarni málsins sé sá að dómarinn í málinu hafi sagt í dómsorði að sá sem sé stjórnarmaður þegar ákvörðun er tekin, hafi heimild til að stefna, þó hann sé ekki lengur í stjórn. „Ef hann hefði ekki dæmt þetta þannig, þá hefði það þýtt að stjórnarmannaábyrgðin væri engin,“ segir Sigmar.

Sigmar staðfestir að undirbúningur að skaðabótamáli á hendur Skúla sé þegar hafinn, en það verður höfðað að sögn Sigmars á grundvelli ákvörðunar dómsins.

Sigmar bendir á að fyrir minnihlutaeigendur í fyrirtækjum geti fordæmið sem hér hafi mögulega myndast þýtt að erfiðara verði fyrir þá efnameiri í hlutafélögum að þvinga fram sínar ákvarðanir. Mikil áhætta, tími og útgjöld fylgi því að höfða dómsmál. „Þar sem það er kominn vonandi fordæmisgefandi dómur þá gæti það gefið minnihlutaeigendum í framtíðinni betri vonir um að ná fram réttlæti.“

Vafi um greiðslu hlutafjár

Spurður um málið sem dregið var til baka fyrir héraði um meint ólögmæti hlutafjáraukningar í Stemmu, vill Sigmar lítið tjá sig, en segir að það sé á borði ríkisskattstjóra og hafi verið þar síðastliðin tvö ár.

Sigmar staðfestir einnig að þar sé um að ræða vanefnt hlutafjárloforð Skúla. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK