Stemma áfrýjar gegn Sigmari Vilhjálmssyni

Sigmar bjóst við því að málinu yrði áfrýjað.
Sigmar bjóst við því að málinu yrði áfrýjað. mbl.is/Arnþór

Félagið Stemma hf., sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmssyni og Sjarms og Garms ehf. gegn félaginu. Sigmar og Sjarmur og Garmur stefndu Stemmu vegna deilna þeirra Sig­mars og Skúla, sem oft er kenndur við Subway, um ferðaþjón­ustu­verk­efni á Hvols­velli.

Sigmar var ósáttur við að tilboði Fox ehf. í lóðir að Austurvegi 12 og 14 hefði verið tekið án þess að þær hefðu verið verðmetnar, auk þess sem Íslandshótel höfðu áður gert tilboð í lóðirnar upp á 50 milljónir króna. Til­boði frá Fox ehf. og Þingvangi í aðra lóðina og kauprétt á hinni var samþykkt, en það hljóðaði upp á 25 millj­ón­ir og 15 millj­ón­ir voru í kauprétt á hót­ellóð.

Svo fór í héraðsdómi að sala lóðarréttinda að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli til Fox var dæmd ótilhlýðileg og ólögmæt. Í samtali við mbl.is eftir uppkvaðningu dómsins sagðist Sigmar búast við því að málinu yrði áfrýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert