Breytingar á skipulagi Icelandair Group

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt var um breytingar á skipulagi Icelandair Group í dag en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, segir markmiðið að skerpa á áherslum í sölu- og markaðsmálum og þjónustu við viðskiptavini.

Félagið kynnir nýtt svið, Þjónustuupplifun, sem mun taka við þáttum sem snúa að þjónustuupplifun viðskiptavina Icelandair. Birna Ósk Einarsdóttir, sem gekk til liðs við félagið í ársbyrjun sem framkvæmdastjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri sviðsins. 

Við þessar breytingar fækkar um eina stöðu en starfsemi sölu- og markaðssviðs Icelandair og starfsemi Icelandair Cargo munu heyra undir einn framkvæmdastjóra. Gunnar Már Sigurfinnsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Icelandair Cargo undanfarin tíu ár, mun verða framkvæmdastjóri sviðsins. 

Guðmundur Óskarsson lætur við þetta af störfum sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs en mun áfram starfa hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK