Tískufyrirtæki Ivönku leggur upp laupana

Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnti í dag að tískufyrirtæki hennar hafi lagt upp laupana. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt af andstæðingum föður hennar.

Sala á vörum úr tískulínunni gekk vel fram að forsetakosningunum 2016 en í kjölfar þess að Trump tók við sem forseti varð mikill samdráttur í sölunni.

Til að mynda tilkynnti stórverslanakeðjan Nordstrom að hún hefði ákveðið að hætta að selja vörulínu forsetadótturinnar í byrjun árs 2017. 

Á svipuðum tíma var greint frá því að 44% af vörum í tískulínu hennar væru komn­ar á út­sölu á net­versl­un­um í Banda­ríkj­un­um. Meðalverðlækk­un­in á vör­um frá Trump var 49%.

Ivanka Trump starfar nú sem aðstoðarmaður föður síns.

Ivanka Trump.
Ivanka Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK