Sagt upp vegna „óviðeigandi“ framkomu

Bjarni Már Júlíusson fyrrverandi framkvæmdastjóri ON.
Bjarni Már Júlíusson fyrrverandi framkvæmdastjóri ON. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Orku náttúrunnar hefur sagt Bjarna Má Júlíussyni upp störfum sem framkvæmdastjóra félagsins og ráðið Þórð Ásmundsson til bráðabirgða í starfið. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins um miðjan dag í gær. Í tilkynningu frá félaginu segir að á stjórnarfundi hafi verið ákveðið að „binda enda á ráðningu fyrrverandi framkvæmdastjóra,“ en Bjarni hefur nú látið af störfum. Auglýsa á starfið laust til umsóknar á næstunni.

Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.

„Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi,“ segir í tilkynningunni. 

ON er dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veitu Reykja­vík­ur og rek­ur jarðgufu­virkj­an­irn­ar á Hell­is­heiði og Nesja­völl­um og vatns­afls­virkj­un í Anda­kílsá í Borg­ar­f­irði. ON sel­ur raf­magn um allt land og hef­ur síðustu ár haft for­ystu um upp­bygg­ingu innviða fyr­ir raf­væðingu sam­gangna.

Orka náttúrunnar rekur meðal annars hraðhleðslustöðvar.
Orka náttúrunnar rekur meðal annars hraðhleðslustöðvar.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK