Stjórn Icelandair leggur til hlutafjárhækkun

Hluthafar Icelandair munu taka afstöðu til kaupanna á WOW air ...
Hluthafar Icelandair munu taka afstöðu til kaupanna á WOW air 30. nóvember næstkomandi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Stjórn Icelandair Group mun leita heimildar hluthafa til þess að hækka hlutafé félagsins með útboði á 625 milljónum hluta í félaginu á meðal hluthafa þess. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar um dagskrá hluthafafundar, sem haldinn verður 30. nóvember.

Á fundinum munu hluthafar einnig taka afstöðu til kaupa félagsins á öllu hlutafé í WOW air og hlutafjárhækkunar vegna greiðslu á kaupverði WOW til eiganda þess samkvæmt kaupsamningi.

Þar er um að ræða heimild til þess að hækka hlutaféð um allt að kr. 334.905.779 að nafnvirði og það eru þeir hlutir sem renna munu til Skúla Mogensen, eiganda WOW air. Fjöldi þeirra hluta sem renna til Skúla veltur á áreiðanleikakönnun, en hann gæti samkvæmt þessu mest fengið um 3,6 milljarða króna fyrir félagið, miðað við virði félagsins í dag.

Dagslokagengi bréfa í Icelandair Group í dag var 10,89 og m.v. það gengi gæti félagið verið að sækja sér rösklega 6,8 milljarða í aukið hlutafé með útboðinu til núverandi hluthafa, en þó kemur fram í tillögunni að stjórn muni ákvarða útboðsgengið, greiðslukjör hinna nýju hluta og það í hvaða áföngum heimildin verður nýtt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir