Skuldirnar þyngja róðurinn

Icelandair Group hefur staðið í samningum við kröfuhafa sína á ...
Icelandair Group hefur staðið í samningum við kröfuhafa sína á sama tíma og félagið hefur samið um kaup á öllu hlutafé keppinautarins, WOW air. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Kaup Icelandair Group á öllu hlutafé WOW air breyta flestöllum forsendum í yfirstandandi viðræðum fyrrnefnda félagsins við eigendur þeirra skuldabréfa sem fyrirtækið hefur gefið út á síðustu árum.

Viðræðurnar sem Icelandair hóf við eigendur bréfanna í byrjun október tengjast því að félagið uppfyllir ekki lengur skilmála sem gefnir voru út í tengslum við útgáfu bréfanna árið 2016. Þar er kveðið á um að EBITDA-hagnaður félagsins megi á engu reikningstímabili fara undir ákveðið hlutfall af vaxtaberandi skuldum þess. Þegar fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í aðdraganda þess að það kynnti 9 mánaða uppgjör sitt var ljóst að semja þyrfti að nýju við skuldabréfaeigendurna um skilmálana að baki útgáfunni.

Sú vinna hefur staðið síðan en Icelandair náði samkomulagi við eigendur bréfanna um að það fengi undanþágu frá skilmálunum út nóvembermánuð.

Gangi kaup Icelandair Group á WOW air eftir, og síðarnefnda félagið verði í kjölfarið dótturfélag þess fyrrnefnda, munu vaxtaberandi skuldir samstæðunnar aukast talsvert. ViðskiptaMogginn hefur ekki fengið upplýsingar um hverjar skuldir WOW air eru núna en samkvæmt fjárfestingakynningu sem fyrirtækið Pareto Securities tók saman í tengslum við skuldabréfaútboð WOW air í september, námu vaxtaberandi skuldir félagsins um mitt þetta ár u.þ.b. 150 milljónum dollara, jafnvirði 18 milljarða króna.

Í ViðskiptaMogganum í dag staðfestir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, að vegna stærri efnahagsreiknings muni breyttar forsendur liggja til grundvallar samningum við eigendur skuldabréfanna, verði af kaupum WOW air.

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir