Spá 3,8% verðbólgu

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

Greiningardeild Arion banka spáir 0,8% hækkun á vísitölu neysluverðs í desember, sem deildin segir að sé í takt við bráðabirgðaspá bankans frá því í upphafi síðasta mánaðar. „Samkvæmt spánni hækkar 12 mánaða taktur verðbólgunnar í 3,8%, úr 3,3% frá því í síðasta mánuði.“

Þetta kemur fram í yfirliti greiningardeildarinnar.

Fram kemur, að Hagstofa Íslands mæli vísitöluna um þessar mundir, eða nánar tiltekið dagana 3. til 7. desember, og mælingin verður birt 20. desember. 

Deildin segir að áhrifa gengisveikingar krónunnar sé farið að gæta í auknum mæli, sem og aukinnar verðbólgu í helstu viðskiptalöndum Íslands.

„Þeir þættir sem leggja hvað mest til hækkunar vísitölunnar í desember eru allir viðkvæmir fyrir gengishreyfingum krónunnar, s.s. flugfargjöld til útlanda, bílverð, matarkarfan, tómstundir (m.a. raftæki), fatnaður og húsgögn. Aðeins einn þáttur vegur til lækkunar að þessu sinni, og það er eldsneytisverð.“

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir