Greinargerð um Samherja frestast fram á næsta ár

Seðlabankinn hefur óskað eftir að fá frekari frest til að ...
Seðlabankinn hefur óskað eftir að fá frekari frest til að skila Samherjaskýrslunni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Greinargerð Seðlabankans um mál Samherja verður ekki skilað fyrr en á næsta ári, en upphaflega átti að skila henni 7. desember. Fram kemur á vefsíðu Seðlabankans að bankaráð bankans hafi falið Gylfa Magnússyni, formanni bankaráðsins, að rita forsætisráðherra og greina henni frá því að frekari frest þurfi til að svara erindinu.

Kemur fram að vonir standa til þess að hægt verði að ganga frá svarinu í upphafi nýs árs.

Forsætisráðherra óskaði eftir greinargerðinni 12. nóvember og átti hún að ná til mála Sam­herja frá þeim tíma sem rann­sókn hófst á meint­um brot­um á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Hæstirétt­ur staðfesti ný­lega dóm héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 1. sept­em­ber 2016 um að sekta Sam­herja um 15 millj­ón­ir króna í vegna meintra brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, gagnrýnt Seðlabankann og Má Guðmundsson seðlabankastjóra mikið vegna málsins og kallað eftir því að Már verði rekinn. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir