Götuhjól kaupa Berlín

Götuhjól hafa keypt rekstur reiðhjólaverslunarinnar Berlín og munu bæði fyrirtækin verða rekin undir eignarhaldi Amazingtask ehf. 

Reiðhjólaverslunin Berlín var opnuð 2012 á Snorrabraut, flutti að Geirsgötu árið 2015 og er núna kominn í Ármúla 4, á sama stað og Götuhjól eru til húsa.

Götuhjól hafa sérhæft sig í sölu á reiðhjólum og aukahlutum á netinu, samkvæmt fréttatilkynningu. Götuhjól opnaði vefverslun 7. janúar 2017 og verslun í apríl 2017. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir