Arion tapaði 3 milljörðum á Primera

Arion banki tapaði tæpum þremur milljörðum króna á gjaldþroti Primera …
Arion banki tapaði tæpum þremur milljörðum króna á gjaldþroti Primera Air, samkvæmt ársreikningi bankans. Ljósmynd/Aðsend

Arion banki færði niður tæplega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrots flugfélagsins Primera Air, sem var í viðskiptum hjá bankanum. Rekstrarerfiðleikar og gjaldþrot flugfélagsins eru einkum sögð skýra þann samdrátt sem varð á hagnaði Arion banka á milli áranna 2017 og 2018, en hagnaður bankans dróst saman um nærri helming á milli ára.

Einnig segir í ársreikningi félagsins að fjárfesting í alþjóðlegri starfsemi Valitors hafi þar áhrif, en fram kemur að Valitor Holding hf. hafi tapað tæpum 1,3 milljörðum króna á síðasta ári. Félagið mun vera í „mikilli uppbyggingu erlendis og hefur í þeim fasa verið rekið með rekstrartapi,“ samkvæmt skýrslu stjórnar í ársreikningi bankans.

Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október, skömmu eftir gjaldþrot Primera Air, sem þar sem sagði að „vegna ófyrirséðra atburða“ gerði bankinn ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir, sem myndi hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi.

Þá var tiltekið að áhrifin af þessum ófyrirséðu atburðum á afkomu bankans myndu nema 1,3-1,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK