Jón Guðmann hættir í bankaráði

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans.
Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Jón Guðmann var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans hf. í apríl 2016.

Jóni Guðmanni er þakkað fyrir öflugt starf í þágu bankans á undanförnum árum, í tilkynningu Landsbankans til Kauphallar í kvöld.

Jón Guðmann var fjármálastjóri Hampiðjunnar árin 1987-2002 og forstjóri fyrirtækisins árin 2002-2014. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra innlendra og erlendra fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Hampiðjunnar árin 2006-2014 og í stjórnum dótturfélaga hennar í Danmörku, Írlandi, Litháen og fleiri löndum, stjórn Royal Iceland 2014-2016, stjórn Iceland Seafood International árin 2009-2011, stjórn Vaka árin 2002-2004 og í stjórn Kauphallar Íslands árin 1996-1999.

Þá var Jón í reikningsskilaráði Íslands árin 2001-2004 og sat í stjórn Lífeyrissjóðs Framsýnar árin 2002-2005. Jón Guðmann var formaður endurskoðunarnefndar bankaráðs Landbankans, þar til nú.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir