Kristrún ráðin forstöðumaður hjá Íslandsbanka

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir.
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra. Hún mun sinna verkefnum tengdum innleiðingu á stefnu Íslandsbanka sem unnið hefur verið að af starfsmönnum og ytri ráðgjöfum undanfarna mánuði.

Kristrún hefur yfir tíu ára reynslu af verkefnastjórnun, stefnumótun og greiningarvinnu á Íslandi og erlendis.

Kristrún sat nýverið í verkefnahópi fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hún hefur á undanförnum árum starfað hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Oliver Wyman sem yfirverkefnastjóri og áður sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Beringer Finance í Stokkhólmi, að því er Íslandsbanki segir frá í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK