Kynnisferðir segja upp 59 manns

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur tekið ákvörðun um að segja upp 59 starfsmönnum. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi síðdegis samkvæmt fréttatilkynningu, en rúmlega 400 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu sem hefur verið starfrækt frá árinu 1968.

„Þetta er mjög erfið ákvörðun en hún er tekin vegna þess að rekstrarumhverfi hefur breyst mikið að undanförnu. Það er fyrirséð að rekstrartekjur fyrirtækisins munu minnka á næstu mánuðum. Aðalástæðan er sú að WOW air er hætt rekstri sem þýðir að færri ferðamenn koma til landsins. Þá munum við ekki sjá um áhafnaakstur Icelandair sem hefur verið umfangsmikil starfsemi hjá okkur. Við höfum sinnt þessum akstri í 40 ár en í kjölfar útboðs Icelandair fer þetta verkefni nú annað,“ er haft eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóri Kynnisferða.

Björn segir enn fremur að ákvörðunin sé að sjálfsögðu gríðarlegt áfall fyrir þá starfsmenn sem missi vinnuna. „Við munum standa að þessu eins vel og mögulegt er en það breytir því ekki að þetta er mjög erfitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK