Tvöfaldaðist eftir House of Cards

Nýsjálendingurinn Richard Kelly er umboðsaðili Hreysti og hefur aðsetur í ...
Nýsjálendingurinn Richard Kelly er umboðsaðili Hreysti og hefur aðsetur í Danmörku. Kristinn Magnússon

Róðrarvélar frá WaterRower hafa selst afskaplega vel hjá íþróttavöruversluninni Hreysti að undanförnu. Á annað hundrað róðrarvéla hefur selst en þær kosta á milli 150 til 250 þúsund krónur hver. Gunnar Emil Eggertsson er sölustjóri Hreysti og rekur fyrirtækið ásamt föður sínum, Eggerti Stefáni Kaldalóns Jónssyni, en velgengni vatnsróðrarvélanna kom nokkuð flatt upp á þá feðga. „Þetta kom okkur rosalega á óvart,“ segir Gunnar Emil við ViðskiptaMoggann. Að sögn Gunnars Emils velti fyrirtækið um 300 milljónum króna í fyrra og er salan á vatnsróðrarvélunum góð viðbót við þá veltu.

Skemmtilegri vélar

„Við höfum lengi verið með loftmótstöðuvélar sem hafa verið vinsælar en um leið og við fengum þessa í hendurnar fundum við hvað þetta var miklu skemmtilegri vél. Við bjuggumst samt ekki við svona góðum viðbrögðum,“ segir Gunnar Emil er blaðamann bar að garði en þá var einnig í heimsókn Nýsjálendingurinn Richard Kelly, sem er umboðsaðili Hreysti, með aðsetur í Danmörku.

Kelly kynntist Peter King, stofnanda fyrirtækisins og framkvæmdastjóra þess á heimsvísu, á meðan þeir stunduðu nám í iðnaðarverkfræði. Tengingar þeirra félaga eru reyndar margvíslegar en King kynntist róðri í gegnum systur Kellys en þau voru saman í róðrarklúbbi í Lundúnum fyrir þremur áratugum. Þar kynnist King aftur John Duke, sem átti einkaleyfi á róðrarvélinni sem seld er í Hreysti í dag. Fyrstu útgáfurnar handgerði Duke en á endanum var það King sem sá viðskiptatækifæri í róðrarvélinni og fyrstu vélina seldi hann árið 1989. Fyrst um sinn var hann hluti af hönnunarteymi vélarinnar en keypti að lokum aðra eigendur félagsins út. Í dag eru 70 þúsund vatnsróðrarvélar framleiddar á ári í verksmiðju WaterRower í Rhode Island í Bandaríkjunum en þættirnir House of Cards virðast hafa spilað stórt hlutverk í aukinni framleiðslu fyrirtækisins á undanförnum árum. 

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir