Kolefnisjafna alla eldsneytisnotkun

Reynir Kristinsson, stjórnarformaður kolefnissjóðsins Kolviðs, Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, …
Reynir Kristinsson, stjórnarformaður kolefnissjóðsins Kolviðs, Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, og Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs. Ljósmynd/Aðsend

Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, Reynir Kristinsson, stjórnarformaður kolefnissjóðsins Kolviðs, og Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, undirrituðu í dag samninga um kolefnisjöfnun allrar eldsneytisnotkunar Isavia og gildir samningurinn næstu þrjú árin.

Í tilkynningu vegna málsins segir að eldsneytisnotkun vegi þyngst í kolefnisspori Isavia og að stærstan hluta notkunar megi rekja til þjónustu og viðhalds á flugbrautum og athafnasvæðum flugvalla.

Á síðasta ári var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna eldsneytis í starfsemi Isavia tæp 2,7 tonn. „Isavia hefur á síðustu árum lagt áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni,“ segir Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia.

„Árið 2015 var sett markmið um að lækka losun gróðurhúsalofttegunda um 29% á hvern farþega fyrir árið 2030. Í dag hefur Isavia þegar minnkað losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sínum um tæp 40 prósent á farþega. Markmiðið verður því endurskoðað.“

Við undirritun samningsins var einnig greint frá því að Isavia hefði lokið við annað skref í innleiðingu kolefnisvottunar Airport Carbon Accrediation fyrir Keflavíkurflugvöll, sem felst í markmiðasetningu og minnkun kolefnislosunar. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK