Margir heillaðir af sögu Marels

Marel var tekið til viðskipta í Euronext-kauphöllinni í Amsterdam á …
Marel var tekið til viðskipta í Euronext-kauphöllinni í Amsterdam á föstudaginn síðastliðinn. Ljósmynd/Sveinbjörn Úlfarsson.

Íslenska fyrirtækið Marel var tekið til viðskipta í Euronext-kauphöllinni í Amsterdam á föstudaginn síðastliðinn, sem stofnuð var árið 1602.

Stefnt hefur verið að skráningunni í langan tíma að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra félagsins, sem segir Marel leika mikilvægt hlutverk á tímum örrar fólksfjölgunar þar sem lykilatriði er að auka nýtingarhlutfallið í matvælaframleiðslu á heimsvísu.

Eftir lokun markaða á fyrsta viðskiptadegi nam gengi bréfa Marels um 3,9 evrum eða um 5% yfir útboðsgenginu. Efst í huga Árna á þessum tímamótum er gríðarlegt þakklæti.

„Þakklæti til starfsmanna og viðskiptavina félagsins. Án þeirra væri þetta ævintýri, sem vöxtur og velgengni Marels er, ekki mögulegt. Einnig mikið þakklæti til hluthafa sem hafa stutt vel við félagið í gegnum árin og notið ríkulegrar ávöxtunar. Það er okkur mikil ánægja að bjóða nýja hluthafa velkomna í hópinn.“

Hægt er að lesa miðopnuviðtal við Árna í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK