Upplýstu sjálf FME um lögbrot

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbréf hf. hafi …
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbréf hf. hafi brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti.

Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu 28. júní að Landsbréf hf. hefðu brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að gæta ekki að rannsóknar- og tilkynningarskyldu sinni við viðskipti milli sjóða innan félagsins, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar sem var birtur á vef hennar í dag. Þar segir að um sé að ræða fjögur viðskipti milli sjóða Landsbréfa sem fóru fram í október og nóvember á síðasta ári.

Landsbréf hf., sem er dótturfélag Eignarhaldfélags Landsbankans ehf. sem er að fullu í eigu Landsbankans hf., er meðal stærstu sjóðastýringafyrirtækja landsins með um 155 milljarða króna í virkri stýringu.

Er Landsbréfum gefið að sök að hafa ekki tilkynnt Fjármálaeftirlitinu viðskipti með eigin bréf og ekki sinnt rannsóknarskyldu þegar „tilteknir verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir Landsbréfa hf. seldu skuldabréf útgefin af fagfjárfestasjóðnum Landsbréf – BÚS I til fjárfestingasjóðs í rekstri Landsbréfa hf.“

Ákvað stofnunin að gera Landsbréfum hf. ekki stjórnvaldssekt vegna brotanna þar sem félagið upplýsti Fjármálaeftirlitið um brotin og að „ljóst var að sami lögaðili færi áfram með forræði þeirra skuldabréfa sem um ræddi.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK