Hætt við hótel á Byko-reitnum

Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér aðalbygginguna á Byko-reitnum. Horft er …
Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér aðalbygginguna á Byko-reitnum. Horft er frá hjólastígnum við Ánanaust. Grandatorg er fyrir framan húsið. Það verður skeifulaga, líkt og JL-húsið beint á móti. Tölvumyndir/Plúsarkitektar

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir svokallaðan Byko-reit, áður Steindórsreit, þ.e. lóðir nr. 77 við Sólvallagötu og nr. 116 við Hringbraut. Lóðin stendur nálægt Ánanaustum í Vesturbænum, gegnt JL-húsinu við Hringbraut.

Helstu breytingar frá fyrra skipulagi eru þær að íbúðum á reitnum fjölgar um 14, fara úr 70 í 84. Íbúðirnar verða í þremur húsum. Hæst verða húsin fimm hæðir næst Hringbraut. Atvinnustarfsemi verður á jarðhæð.

Það telst til tíðinda að samkvæmt nýju tillögunni er fallið frá fyrri hugmyndum um hótel. Því verður eingöngu íbúðabyggð á reitnum. Hótelið átti að vera í fimm hæða byggingu, alls 4.300 fermetrar.

Inn- og útkeyrsla úr bílakjallara verður heimiluð frá Hringbraut samkvæmt nýju tillögunni en engin innkeyrsla verður við Sólvallagötu. Loks er gert ráð fyrir að svalir megi ná út fyrir byggingarreit/lóðamörk að Hringbraut. Tillagan er unnin af Plúsarkitektum ehf.

Byko-reitur markast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu. Eigandi reitsins er þróunarfélagið Kaldalón, sem hyggst standa fyrir uppbyggingu þar. Gildandi deiliskipulag var samþykkt í desember 2016, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi breyttu áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK