Tólf sagt upp hjá Valitor

Tólf starfsmönnum Valitor hefur verið sagt upp í hagræðingarskyni í vikunni, en að sögn forstjóra fyrirtækisins hefur það undanfarin misseri unnið markvisst að fækkun starfsfólks með því að ráða ekki í þær stöður sem losna.

Fyrst var greint frá uppsögnunum á vef Vísis. Arion banki tilkynnti í dag um fækkun starfsfólks um 12% eða um 100 manns, en Valitor er dótturfyrirtæki Arion banka. 

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að uppsagnirnar tengist ekki beint heldur sé einfaldlega um hagræðingaraðgerðir í kjölfar skipulagsbreytinga, með það að markmiði að bæta samkeppnisstöðu, að ræða. 

„Við höfum verið að vinna þannig undanfarið að við höfum ekki verið að ráða í staðinn fyrir þá sem hafa hætt og það hefur auðvitað jákvæð áhrif á reksturinn, en í þessari viku eru þetta uppsagnir,“ segir Viðar í samtali við mbl.is.

Alls starfa um 200 manns hjá Valitor á Íslandi, en í fyrirtækinu öllu eru starfsmenn um 400.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK